John Terry fyrirliði Chelsea ritar afsökunarbréf til stuðningsmanna Chelsea á vef félagsins þar sem hann biðst afsökunar á hafa misnotað vítaspyrnu í leiknum gegn Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Terry tók fimmtu spyrnu Chelsea og með marki hefði hann tryggð Chelsea Evrópumeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Í bréfinu segir Terry meðala annars:
,,Til stuðningsmanna Chelsea, allra samherja minna, knattspyrnustjórans og starfsmana félagsins. Mér þykir leiðinlegt að hafa misnotað vítaspyrnuna og tekið frá ykkur stuðningsmönnunum, liðsfélögum mínum, fjölskyldu og vinum tækifærið til að verða Evrópumeistarar. Ég hef ekki hugsað um annað síðustu dagana og hef lítið getað sofið en ég hef fengið ótrúlega mikinn stuðning frá aðdáendum Chelsea, samherjum mínum með Chelsea og enska landsliðinu ásamt vinum og fjölskyldu. Fyrir það er ég afar þakklátur."