Man. Utd hótar að kæra Real Madrid

Cristiano Ronaldo er í æfingabúðum portúgalska landsliðsins þessa dagana.
Cristiano Ronaldo er í æfingabúðum portúgalska landsliðsins þessa dagana. Reuters

Enska knattspyrnufélagið Manchester United sendi nú undir kvöldið frá sér yfirlýsingu þar sem hótað er að kæra Real Madrid til Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, vegna tilrauna til að krækja í Cristiano Ronaldo.

Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, og forsetinn Ramon Calderon hafa ítrekað látið í ljós áhuga sinn á að fá portúgalska snillinginn í sínar raðir. Það hefur ekki farið vel ofan í stjórnarmenn enska félagsins.

Í yfirlýsingu Manchester United segir: „Við verðum sífellt meira pirraðir yfir því að sjá og heyra ummæli úr herbúðum Real Madrid um áhugann á að kaupa Cristiano. Ef félagið heldur áfram þessari gjörsamlega óviðeigandi hegðun eigum við ekki annars úrkosta en að kæra Real.

Svona opinberar tilraunir til að koma leikmanninum úr jafnvægi eru algjörlega gegn öllum reglum og við munum ekki þola þær lengur. Leikmaðurinn er á langtímasamningi og er skráður leikmaður Manchester United. Hann er ekki til sölu. Það skyldi enginn velkjast í vafa um að Manchester United mun gera allt tl þess að halda sínum bestu leikmönnum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka