Juventus gerir sér vonir um að fá Alonso

Xabi Alonso leikmaður Liverpool.
Xabi Alonso leikmaður Liverpool. Reuters

Juventus gerir sér góðar vonir um að fá til liðs við sig spænska landsliðsmanninn Xabi Alonso frá Liverpool. Alonso var einn af fyrstu leikmönnunum sem Rafel Bentítez keypti þegar hann tók við liði Liverpool en Benítez pungaði út 10,5 milljónum í miðjumanninn þegar hann kom frá Real Sociedad.

Tækifærunum hjá Alonso hefur fækkað eftir komu Javiers Mascherano og Lucas Leiva til Liverpool og fái Benítez Gareth Barry frá Aston Villa kæmi ekki á óvart að Liverpool léti Alonso fara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert