Henk Ten Cate sagt upp upp hjá Chelsea

Henk ten Cate er á förum frá Chelsea.
Henk ten Cate er á förum frá Chelsea. Reuters

Fregnir frá Englandi herma að Hollendingurinn Henk Ten Cate hafi verið látinn taka poka sinn sem aðstoðarknattspyrnustjóri Chelsea. Hann var ráðinn til starfans í október og var Avram Grant til trausts og halds en Grant var sagt upp störfum um síðustu helgi. Á vef Chelsea er staðfest að Hollendingurinn hafi lokið störfum fyrir Lundúnaliðið.

Sky Sports fréttastöðin greindi frá því að Ten Gate hefði verið rekinn úr starfi í dag en hann var samningsbundinn félaginu til ársins 2010. Henk Ten Cate taldi sig vera öruggan í starfi og í viðtali við hollenska blaðið Voetbal International fyrr í vikunni sagði hann;

,,Hálfri klukkustund áður en Chelsea kunngerði um uppsögn Avram Grants var ég kallaður á fund Peter Kenyon framkvæmdastjóra. Hann gerði mér grein fyrir því að uppsögn Grants hefði engin áhrif á störf mín.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert