Real Madrid sættir sig við ósigur gagnvart Ronaldo

Cristiano Ronaldo er ekkert á förum frá Manchester United.
Cristiano Ronaldo er ekkert á förum frá Manchester United. Reuters

Ramon Calderon forseti Spánarmeistara Real Madrid hefur játað sig sigraðan hvað varðar að fá portúgalska snillinginn Cristiano Ronaldo til liðs við félagið í sumar frá Englands - og Evrópumeisturum Manchester United.

Ronaldo hefur ítrekað verið orðaður við Madridarliðið undanfarnar vikur og forráðamenn spænska liðsins hafa verið iðnir við að koma fram og lýsa því yfir að þeir vilji ólmir fá Ronaldo í raðir félagins.

Manchester United hefur vísað öllum fyrirspurnum Real Madrid frá og skilaboðin frá Evrópu - og Englandsmeisturunum alveg skýr; „Ronaldo ekki til sölu.“ Forráðamenn United hafa verið mjög gramir út í kollega sína hjá Real Madrid og í vikunni hótuðu þeir að kæra félagið til FIFA hættu þeir ekki að bera víurnar í Ronaldo.

„Þú getur ekki keypt ef eigandinn vill ekki selja. Real Madrid á vingott við Manchester United og við viljum ekki falla í ónáð hjá Manchester United,“ sagði Calderon í viðtali við Sky Sports í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert