Sænski knattspyrnuþjálfarinn Sven-Göran Eriksson er hættur störfum hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Eriksson tók við liði City í fyrrasumar og undir hans stjórn hafnaði liðið í 9. sæti í úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð.
„Ég hef átt góðan tíma hjá Manchester City og ég vil nota tækifærið og þakka stuðningsmönnunum, leikmönnum og starfsmönnum félagsins fyrir ótrúlegan stuðning,“sagði Eriksson. Hann skilur vel við liðið en City leikur í UEFA-bikarnum á næstu leiktíð em Evrópusætið fékk það fyrir prúmannlega framkomu inni á vellinum.
Forráðamenn Manchester City með eigandann Thaksin Shinawatra í broddi fylkingar eru að leita eftirmanns Erikssons og þegar hafa tvö nöfn verið nefnd í því sambandi, Mark Hughes, knattspyrnustóri Blackburn, og Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgals.