AC Milan að undirbúa risatilboð í Adebayor

Emmanuel Adebayor framherji Arsenal.
Emmanuel Adebayor framherji Arsenal. Reuters

AC Milan hyggst bjóða AC Milan 32 milljónir punda, 4,9 milljarða króna, í framherjann Emmanuel Adebayor hjá Arsenal. Breska blaðið Daily Mail greinir frá því í netútgáfu sinni að Mílanómenn vilji ólmir fá Tógómanninn en þeir hafa þegar tryggt sér einn leikmann frá Arsenal í sumar, franska miðjumanninn Mathieu Flamini.

Fjölmiðlar á Ítalíu segja að Adebayor hafi í vikunni átt viðræður við forráðamenn AC Milan og hafi samþykkt þeirra tilboð en hann hefur verið í herbúðum Arsenal frá árinu 2006 þegar liðið greiddi fyrir hann 7 milljónir punda. Adebayor, sem er 24 ára gamall, átti góðu gengi á nýafstöðnu tímabili og skoraði 30 mörk í öllum keppnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert