Dos Santos á leið til Tottenham

Giovani Dos Santos fagnar marki með Barelona.
Giovani Dos Santos fagnar marki með Barelona. Reuters

Mexíkóska ungstirnið Giovani dos Santos hefur gefið það út að hann sé á leið frá Barcelona til Tottenham Hotspur á Englandi. Segir hann aðalástæðuna fyrir því vera Juande Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham.

Leikmaðurinn hafði fyrir nokkru óskað eftir því að laun hans hjá Barcelona yrðu hækkuð en yfirmenn liðsins sögðust ekki ætla að verða við því. Mörg lið hafa borið víurnar í Dos Santos, en nú eru talsverðar líkur á því að hann sé á leið til Lundúnaliðsins og kaupverðið sé 4,7 milljónir punda, en upphæðin gæti þó orðið hærri.

Giovani dos Santos er fæddur árið 1989 og nýlega orðinn 19 ára gamall. Hann lék 23 leiki með Barcelona á leiktíðinni og gerði í þeim þrjú mörk. Hann hefur verið einhver mesta vonarstjarna Barcelona og því ljóst að ef Tottenham nær að tryggja sér krafta hans, verði það mikill fengur fyrir liðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert