Aron Einar á leið til Coventry

Aron Einar Gunnarsson er á leið í ensku knattspyrnuna.
Aron Einar Gunnarsson er á leið í ensku knattspyrnuna. mbl.is/Árni Sæberg

Hollenska knattspyrnufélagið AZ Alkmaar hefur samþykkt tilboð enska félagsins Coventry City í Aron Einar Gunnarsson, landsliðsmanninn unga frá Akureyri. Aron staðfesti þetta við fréttavef Morgunblaðsins í dag.

Aron, sem er 19 ára gamall, fer til Englands á morgun til viðræðna við Coventry, sem leikur í 1. deildinni og slapp naumlega við fall á nýliðnu keppnistímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert