Calderon: United getur ekkert sannað

Sögupersónan í sápuóperunni leikur sér með boltann á æfingu portúgalska …
Sögupersónan í sápuóperunni leikur sér með boltann á æfingu portúgalska landsliðsins í Sviss. Reuters

Ramon Calderon, forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, segir að Manchester United hafi ekkert í höndunum til að fylgja eftir kvörtun sinni til FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. United kvartaði yfir ágangi Spánverjanna í garð Cristiano Ronaldo.

„Þeir hafa engin sönnunargögn vegna þess að ekkert hefur gerst. Það eina í málinu eru fréttir fjölmiðla og sögusagnir um að leikmaðurinn virðist vilja fara frá félaginu. En það er ekki inni í myndinni núna að reyna að fá hann því United vill ekki selja hann.

United hefur rétt á að kvarta en við höfum ekkert gert og ætlum ekkert að gera. Þetta er einungis á milli leikmannnsins og hans félags," sagði Calderon við spænska fréttamenn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert