Shearer hafnaði boði Blackburn

Alan Shearer er ekki tilbúinn í slaginn sem knattspyrnustjóri.
Alan Shearer er ekki tilbúinn í slaginn sem knattspyrnustjóri. Reuters

Alan Shearer, fyrrum fyrirliði Newcastle og enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur hafnað ósk Blackburn Rovers um viðræður við hann um að gerast knattspyrnustjóri félagsins.

Shearer er mjög vinsæll í Blackburn frá því hann skoraði 112 mörk fyrir liðið á fjórum árum og varð enskur meistari með því árið 1995, og hann var strax orðaður við stöðuna þegar Mark Hughes hætti hjá Blackburn til að taka við Manchester City.

„Það var mikill heiður að framkvæmdastjóri Blackburn, John Williams, skyldi hafa samband við mig. Hann spurði hvort ég vildi vera einn þeirra sem kæmu í viðræður um starfið en ég afþakkaði kurteislega," sagði Shearer við BBC.

Hann kvaðst hafa of mikið að gera næstu mánuði en Shearer starfar sem knattspyrnusérfræðingur hjá BBC, sinnir mikið góðgerðamálum og er að vinna að því að fá þjálfaragráðuna UEFA Pro, sem veitir réttindi til að stjórna liði í efstu deild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert