Breska dagblaðið Daily Express greinir frá því í dag að portúgalski landsliðsmaðurinn Cristiano Ronaldo hafi komist að samkomulagi um kaup og kjör hjá spænska meistaraliðinu Real Madrid. Mikið hefur verið rætt og skrifað um framtíð Ronaldo hjá Evrópu – og Englandsmeistaraliði Manchester United.
Ronaldo gerði samning til fimm ára í apríl á s.l. ári við Man Utd en samkvæmt fréttum enskra fjölmiðla mun Ronaldo fá um um 47 milljónir kr. í laun á viku eða 300.000 pund. Leikmaðurinn fær um 19 milljónir kr. á viku hjá enska liðinu. Árslaun hans yrðu því 2,5 milljarðar kr. en hann er með um 1 milljarð kr. í árslaun hjá Man Utd.