Scolari: Peningarnir réðu miklu

Luiz Felipe Scolari ætlar að hætta eftir 4-5 ár.
Luiz Felipe Scolari ætlar að hætta eftir 4-5 ár. Reuters

Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari segir að launin sem hann fær hjá Chelsea hafi ráðið miklu um þá ákvörðun sína að hætta með portúgalska landsliðið og taka við sem knattspyrnustjóri enska félagsins.

„Ég er að verða sextugur og vil ekki standa í þjálfun framað sjötugu. Ég vil vinna við þetta í fjögur til fimm ár í viðbót og setjast síðan í helgan stein. Peningarnir skiptu því talsverðu máli en voru heldur ekki eina ástæða þess að ég tók þessu boði. Svona tækifæri fær maður bara einu sinni og það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva," sagði Scolari sem er kominn með lið Portúgals í átta liða úrslitin á EM.

Hann kveðst skilja við Portúgali á mjög góðum nótum og draumur sinn og aðal markmið þessa stundina væri að komast með liðið í annað sinn í úrslitaleik Evrópumótsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert