Arsenal á eftir Arshavin?

Andrei Arshavin ágengur við mark Svíanna.
Andrei Arshavin ágengur við mark Svíanna. Reuters

Enska dagblaðið Daily Telegraph segir í dag að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sé að leggja grunninn að því að fá Andrei Arshavin, hinn skæða framherja rússneska landsliðsins, í sínar raðir.

Blaðið segir að Wenger hafi sett sig í samband við Dick Advocaat, þjálfara Zenit St. Pétursborg, UEFA-meistaranna sem Arshavin leikur með. Arshavin hefur skorað 15 mörk í 35 landsleikjum fyrir Rússa og gerði annað markanna í sigrinum á Svíum, 2:0, á EM í fyrrakvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka