Sönn gróðrarstía þjálfara

Á heilt lið af knattspyrnustjórum.
Á heilt lið af knattspyrnustjórum. Reuters

Eftir ráðningu Paul Ince sem nýs stjóra Blackburn er heildarfjöldi þeirra leikmanna sem leikið hafa undir stjórn Alex Ferguson og síðan sjálfir sest í knattspyrnustjórastól kominn í fimmtán alls.

Allir vita um þá fimm í úrvalsdeildinni; Ince hjá Blackburn, Keane hjá Sunderland, Steve Bruce hjá Wigan, Alex McLeish hjá Birmingham og Mark Hughes hjá erkifjendum United í City.

Fimm til viðbótar sem Ferguson þjálfaði stjórna liðum í neðri deildum Englands, þrír stjórna skoskum félagsliðum og tveir erlendir, Laurent Blanc og Henning Berg, stjórna liðum í heimalöndum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert