Adebayor ætlar ekki að yfirgefa Arsenal

Emmanuel Adebayor framherjinn snjalli í liði Arsenal.
Emmanuel Adebayor framherjinn snjalli í liði Arsenal. Reuters

Emmanuel Adebayor framherji Arsenal tilkynnti á fréttamannafundi í dag að hann ætlaði að halda kyrru fyrir hjá Arsenal en Tógómaðurinn hefur undanfarnar vikur verið sterklega orðaður við AC Milan og Barcelona.

Adebayor fór á kostum með Arsenal á síðustu leiktíð og skoraði 30 mörk en frá því tímabilinu lauk í maí hefur hann verið mikið í umræðunni og sagður á förum frá Arsenal líkt og Mathieu Flamini og Aliaksandr Hleb.

„Ég er leikmaður Arsenal og á þrjú ár eftir af samningi mínum. Það sem mestu máli skiptir fyrir mig er að halda áfram að hafa gaman af fótboltanum og ég verð hjá Arsenal,“ sagði Adebayor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert