Benítez einblínir á Englandsmeistaratitilinn

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool hefur fulla trú á að liðið geti orðið enskur meistari á næstu leiktíð en þetta sigursælasta lið á Bretlandseyjum varð síðast Englandsmeistari fyrir 18 árum.

„Að vinna titilinn yrði mitt mesta afrek á ferlinum,“ segir Benítez á vef félagsins en hann gerði Liverpool að Evrópumeisturum árið 2005 eftir sigur á AC Milan í frægum úrslitaleik. 

„Við munum gera okkar besta og ég hef alveg trú á að við getum orðið meistarar,“ segir Benítez, sem hefur frá því tímabilinu lauk í maí unnið náið með samstarfsmönnum sínum þar sem þeir hafa farið ofan í saumana á síðasta tímabili, horft fram á veginn og spáð og spekúlera í hvaða stöður liðið þurfi að fá nýja leikmenn.

„Við þurfum að fá til okkar réttu leikmennina, sem eru sterkir andlega og vilja koma hingað til að vinna og ná árangri. Við höfum farið ofan í þá hluti sem okkur fannst ekki vera í lagi á síðustu leiktíð. Einn þeirra er við fengum á okkur mörg mörk úr föstum leikatriðum, miklu fleiri en tímabilið á undan. Síðustu þrjú til fjögur árin hefur varnarleikur okkar verið góður en við þurfum að bæta okkur aðeins meira ef við viljum verða með í titilbaráttunni,“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka