ÍA getur mætt Manchester City

Fyrsti opinberi leikur Mark Hughes með lið Manchester City gæti …
Fyrsti opinberi leikur Mark Hughes með lið Manchester City gæti hugsanlega verið gegn Skagamönnum. Reuters

Valur og FH eru í efri styrkleikaflokkum fyrir dráttinn til fyrstu umferða í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og UEFA-bikarsins í knattspyrnu næsta þriðjudag. ÍA er hinsvegar í neðri styrkleikaflokki í UEFA-bikarnum og gæti mætt Manchester City en enska liðið þarf að byrja strax í 1. umferð þar sem það kom inn í keppnina í gegnum háttvísimat UEFA.

Valur getur mætt eftirtöldum liðum: BATE (Hv.-Rússlandi), Levadia (Eistlandi), Inter Baku (Aserbaídsjan), Dinamo Tirana (Albaníu), Pyunik (Armeníu), Aktobe (Kasakstan), Linfield (N-Írlandi), Llanelli (Wales), NSÍ (Færeyjum), Dudelange (Lúxemborg), Valletta (Möltu), Santa Coloma (Andorra), Buducnost (Svartfjallalandi), Murata (San Marino).

FH getur mætt eftirtöldum liðum: Vetra Vilnius (Litháen), Cork City (Írlandi), St. Patrick's (Írlandi), Flora (Eistlandi), TVMK (Eistlandi), Glentoran (N-Írlandi), Cliftonville (N-Írlandi), Bangor City (Wales), The New Saints (Wales), EB/Streymur (Færeyjum), B36 (Færeyjum), Grevenmacher (Lúxemborg), Racing Union (Lúxemborg).

ÍA getur mætt eftirtöldum liðum: Man. City (Englandi), FC Köbenhavn (Danmörku), Bröndby (Danmörku), Viking (Noregi), Midtjylland (Danmörku), Nordsjælland (Danmörku), Djurgården (Svíþjóð), Kalmar (Svíþjóð), Haka (Finnlandi), Honka (Finnlandi), Liepaja (Lettlandi), Olimps Riga (Lettlandi), Suduva (Litháen). vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert