40 milljarðar gerðu svo vel

Enginn skortur á seðlum fyrir Scolari.
Enginn skortur á seðlum fyrir Scolari. Reuters

Nýr stjóri Chelsea, Luiz Felipe Scolari, hefur fengið afhenta 40 milljarða króna ávísun til uppbyggingar liðsins frá hinum vellauðuga Roman Abramovich.

Óljóst er þó hvaða leikmenn Scolari hyggst kaupa til að styrkja frekar lið sitt sem er samkvæmt öllum mælum firnasterkt fyrir.

Deco er á leiðinni og sögusagnir hafa lengi verið uppi um Ronaldinho en jafnvel eftir kaup á þeim verða nálægt því 40 milljarðar enn eftir. Þá er ótalinn Robinho hjá Real Madrid sem mun fara frá Madrid verði Cristiano Ronaldo keyptur þangað. 

Nema þá verða sennilega enn eftir 30 milljarðar króna hið minnsta.... 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert