Man.City gerir sér góðar vonir um Ronaldinho

Ronaldinho leikur á als oddi með suður-kóreskum krökkum þessa dagana …
Ronaldinho leikur á als oddi með suður-kóreskum krökkum þessa dagana en þar tekur hann þátt í kennslu í knattspyrnuskóla. Reuters

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester City eru vongóðir um að þeim takist að landa stærstu kaupunum í sögu félagsins, brasilíska snillingnum Ronaldinho frá Barcelona.

Sky Sports hefur eftir heimildamanni sínum í dag að viðræður séu í fullum gangi og enn séu góðar líkur á að þær gangi upp og Ronaldinho klæðist ljósbláa búningnum næsta vetur.

Pep Guardiola, nýr þjálfari Barcelona, er ekki með Ronaldinho í sínum framtíðaráætlunum og því þykir nánast öruggt að hann yfirgefi Katalóníuliðið í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert