Heimildir frá Spáni herma að eigendur Manchester United, Glazer fjölskyldan, hafi gert upp hug sinn hvað varðar Cristiano Ronaldo og fallist á að hafnar skuli samningaviðræður um kaup Real Madrid á portúgölsku stjörnunni.
Samkvæmt fregn dagblaðsins AS hafa stjórnendur United gert sér grein fyrir að óánægður Ronaldo sé ekki besti kosturinn í stöðunni næsta vetur og aukinheldur séu eigendur liðsins í þessu vegna peninga en ekki dýrðar og fyrir Ronaldo má fá fúlgur fjár eins og sakir standa.
Hvorki talsmenn Real Madrid né Manchester United hafa tjáð sig um málið að svo stöddu.