Leysir Berbatov Ronaldo af hólmi?

Dimitar Berbatov á hér í höggi við Kolo Toure varnarmann …
Dimitar Berbatov á hér í höggi við Kolo Toure varnarmann Arsenal. Reuters

Fregnir frá Englandi í morgun herma að Englands- og Evópumeistarar Manchester United hafi gert tilboð í búlgarska sóknarmanninn Dimitar Berbatov sem er á mála hjá Tottenham.

Að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian hljóðar tilboð Manchester United upp á 20 milljónir punda en það jafngildir um 3 milljörðum íslenskra króna. United er tilbúið að borga Berbatov 80.000 pund í vikulaun, 12 milljónir króna.

Sé rétt að Sir Alex Ferguson sé á höttunum eftir Búlgaranum er það vísbending um að hann hafi sætt sig við að sjá á eftir Cristiano Ronaldo til Spánarmeistara Real Madrid en Portúgalinn vill ólmur ganga í raðir Madridarliðsins sem er reiðubúið að punga út háum fjárhæðum fyrir kappann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert