Englandsmeistarar Manchester United og Liverpool fögnuðu bæði sigrum í fyrstu undirbúningsleikjum sínum fyrir komandi leiktíð. Manchester United lagði Aberdeen í Skotlandi, 2:0, og Liverpool hafði betur gegn Tranmere á útvelli, 1:0.
Michael Carrick skoraði fyrra mark Manchester United úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar brotið var á Wayne Rooney og Rooney innsiglaði sigur Englandsmeistaranna með skallamarki í seinni hálfleik.
Leikurinn var í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, gerði Aberdeen að Evrópumeisturum.
Leikmannahópur Manchester United í leiknum var þannig skipaður: Markverðir: Amos, Woods. Aðrir leikmenn: Neville, Brown, Ferdinand, Vidic, O'Shea, Silvestre, J Evans, Simpson; Carrick, Scholes, Fletcher, Hewson, Martin, Gibson, Eagles; Rooney, Giggs, Campbell.
Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun tryggði Liverpool sigurinn á Tranmere en mark hans á 43. mínútu réði úrslitum. Diego Cavalieri og Philipp Degen léku sínu fyrstu leiki með Liverpool og danski miðvörðurinn Daniel Agger lék sinn fyrsta leik í langan tíma en missti megnið af síðasta tímabili vegna meiðsla.
Byrjunarlið Liverpool: Martin, Carragher, Hobbs, Agger, Darby, Insua, Plessis, Leiva, Pennant, Benayoun, Pacheco. Varmennirnir Hyypia, Gerrard, Spearing, Aurelio, Cavalieri, Degen, Kelly, Voronin, Skrtel og Flynn komu allir inná í seinni hálfleik.