Ferguson: Ekkert liggur á að ráða nýjan aðstoðarmann

Alex Ferguson
Alex Ferguson Reuters

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að félaginu liggi ekkert á að ráða nýjan aðstoðarmann handa sér, en Carlos Queiroz, hætti fyrir helgina sem slíkur og tók við portúgalska landsliðinu.

Nú eru aðeins tæpar fimm vikur þar til enska deildin byrjar, en Ferguson er sallarólegur. „Menn verða að gefa sér góðan tíma í svona lagað. Ég vissi að þegar Portúgalar leituðu til hans að þetta yrði erfitt, bæði fyrir hann að kveðja okkur, og fyrir okkur að sjá á bak honum. En við erum með gott starfslið hérna og höldum áfram þó hann sé farinn,“ sagði Ferguson.

Nokkur nöfn hafa verið nefnd í starfið og meðal annars núverandi þjálfarar hjá United, þeir Mike Phelan, Brian McClair og Rene Meulensteen. Þá hefur nafn Laurent Blanc einnig verið nefnt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert