Aaron Lennon, leikmaður Tottenham, segir ekkert til í þeim orðrómi að hann sé að yfirgefa félagið. „Mér líður vel hérna og á enn eftir að sýna mínar bestu liðar þannig að ég er ekki að fara eitt eða neitt,“ segir kantmaðurinn.
Sagana hermir að Juande Ramos, stjóri Tottenham, vilji losna við Lennon til að rýma fyrir nýjum leikmönnum, en Lennon þvertekur fyrir þetta. „Stjórinn hefur aldrei sagt neitt um að að ég sé á förum. Þegar við höfum rætt saman hefur hann hvatt mig til dáða og það hefur aukið sjálfstraustið hjá mér,“ segir Lennon.
„Því fleiri góða leikmenn sem félagið kaupir, því betra fyrir alla. Það er gott að hafa samkeppni og við viljum allir hafa það þannig. Það hefur enginn efni á að staðna og ég er engin undantekning. Ég vil bæta mig og ætla að gera það í vetur,“ segir Lennon.