Liverpool lagði Luzern í Sviss

Andriy Voronin skoraði sigurmark Liverpool.
Andriy Voronin skoraði sigurmark Liverpool. Reuters

Liverpool hafði betur gegn svissneska liðinu Luzern, 2:1, í æfingaleik í Sviss í kvöld en Liverpool eins og önnur ensk úrvalsdeildarlið undirbúa sig nú af krafti fyrir tímabilið sem hefst í næsta mánuði.

Lucas Leiva og Andriy Voronin skoruðu mörk Liverpool sem tefldi brasilíska markverðinum Diego Cavalieri fram í fyrsta skipti.

Lið Liverpool: Cavalieri, Insua (Kuyt 80.), Carragher (Hyypia 46.), Agger (Skrtel 46.), Degen (Darby 46.), Leto (Aurelio 55.), Plessis (Spearing 62.), Leiva, Benayoun (Babel 46.), Voronin, Pacheco (Mascherano 77.).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert