Mourinho enn á höttunum eftir Lampard

John Terry í faðmlögum við Jose Mourinho ásamt Lampard.
John Terry í faðmlögum við Jose Mourinho ásamt Lampard. AP

Jose Mourinho ráðinn þjálfari Ítalíumeistara Inter hefur ekki gefist upp á að reyna að krækja í miðjumanninn Frank Lampard frá Chelsea. Fyrr í þessum mánuði hafnaði Chelsea tilboði frá Inter í Lampard en það hefur ekki fælt Mourinho frá.

„Ég þarf að fá miðjumann og ég sagt leikmönnum mínum frá því. Mér finnst það heiðarlegt að hafa tjáð þeim frá því og ég lét líka forráðamenn félagsins vita af því. Lampard er leikmaður Chelsea en ég vann með honum í þrjú og hálft ár og saman áttum við ógleymanlegt samband sem ég vil taka upp aftur,“ sagði Mourinho við fréttamenn í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert