Sebastian Coe, aðalmaðurinn í undirbúningi Englendinga fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í London 2012, segir að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé tilvalinn til að stýra ólympíuliði Breta í knattspyrnu á leikunum.
Cole segist hafa rætt þetta við Ferguson sem hefur ákveðið að hætta störfum hjá Manchester United á næstu þremur árum en Ferguson hefur verið við stjórnvölinn hjá Manchester-liðinu í 21 ár.
,,Ég myndi gjarnan vilja fá Ferguson vegna þess að hann er magnaður þjálfari og frábær og tilvalinn í þetta starf,“ sagði Cole við breska ríkisútvarpið, BBC.