Fyrstu mörk Crouch fyrir Portsmouth

Peter Crouch skoraði tvívegis í kvöld.
Peter Crouch skoraði tvívegis í kvöld. Reuters

Peter Crouch, enski landsliðsmiðherjinn í knattspyrnu, skoraði í kvöld sín fyrstu mörk fyrir Portsmouth í sex ár en félagið keypti hann af Liverpool fyrir skömmu.

Portsmouth sótti heim 3. deildarlið Bournemouth, nágranna sína á suðurströnd Englands, og Crouch skoraði tvívegis í 4:1 sigri. Jermain Defoe skoraði eitt mark og þeir Crouch þóttu lofa góðu sem sóknarpar liðsins. Fjórða markið gerði Sulley Muntari.

Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth, sem vinstri bakvörður, og lék í 60 mínútur.

Crouch er kominn til Portsmouth í annað sinn á ferlinum en hann lék með liðinu tímabilið 2001-2002, og skoraði þá 18 mörk í 37 leikjum í úrvalsdeildinni en var síðan seldur til Aston Villa fyrir 5 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert