Chelsea burstaði Kínverjana

Deco hjá Chelsea í baráttu við Li Tie, fyrrum leikmann …
Deco hjá Chelsea í baráttu við Li Tie, fyrrum leikmann Everton, í leiknum í dag. Reuters

Enska knattspyrnuliðið Chelsea vann í dag stórsigur á kínverska liðinu Chengdu Blades í æfingaleik sem háður var í kínverska borgríkinu Macau.

Nicolas Anelka, Salomon Kalou og Frank Lampard skoruðu í fyrri hálfleiknum. Joe Cole, sem kom inná sem varamaður snemma í seinni hálfleik, bætti við tveimur mörkum og Franco Di Santo og Shaun Wright- Phillips komust einnig á blað.

Wright-Phillips hafði lagt upp þrjú mörk áður en hann skoraði sjálfur, en hann fékk boltann í bakið eftir þrumuskot frá samherja sínum, Florent Malouda.

Chelsea hafði áður unnið kínverskt lið 4:0 og mætir úrvalsliði Malasíu í Kúala Lúmpur í lokaleik sínum í Asíuför sinni. Síðan er ferðinni heitið til Rússlands á heimaslóðir eigandans, Romans Abramovichs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert