Hólmar byrjar vel með West Ham

Hólmar Örn Eyjólfsson komst vel frá f yrsta leiknum með …
Hólmar Örn Eyjólfsson komst vel frá f yrsta leiknum með West Ham. www.whufc.co.uk

Varnarmaðurinn ungi Hólmar Örn Eyjólfsson fær hrós fyrir frammistöðu sína í fyrsta æfingaleiknum með enska úrvalsdeildarliðinu West Ham sem fram fór í gærkvöld.

Hólmar lék þá allan leikinn þegar West Ham sigraði utandeildaliðið Thurrock, 3:0, en flestir af fastamönnum liðsins voru hvíldir, enda liðið nýkomið frá Ameríku. Hólmar missti af þeirri ferð þar sem hann meiddist á æfingu rétt áður en liðið fór vestur um haf.

Hólmar lék sem miðvörður við hliðina á hinum reynda Matthew Upson og á vef West Ham er sagt að Íslendingurinn hafi átt stórfínan leik og aldrei lent í vandræðum gegn sóknarmönnum Thurrock.

Zavon Hines og Freddie Sears skoruðu sitt markið hvor og eitt var sjálfsmark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert