Portsmouth burstaði nígerísku meistarana

Nwankwo Kanu skoraði í heimalandi sínu.
Nwankwo Kanu skoraði í heimalandi sínu. Reuters

Ensku bikarmeistararnir Portsmouth unnu stórsigur, 5:0, á nígerísku meisturunum Kano Pillars í æfingaleik sem fram fór í Abuja í Nígeríu í gærkvöld.

John Utaka, Ben Sahar og Nwankwo Kanu skoruðu í fyrri hálfleiknum og Peter Crouch, sem skipti við Kanu í hálfleik, bætti við tveimur í þeim síðari. Þeir Utaka og Kanu eru báðir Nígeríumenn.

Hermann Hreiðarsson lék síðari hálfleikinn með Portsmouth og kom þá inná fyrir Nígeríumanninn Celestine Babayaro, en Harry Redknapp knattspyrnustjóri skipti um níu menn í hálfleik.

Portsmouth mætir Englands- og Evrópumeisturum Manchester United í sýningarleik í Abuja í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert