Robbie Keane, írski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem hefur leikið með Tottenham Hotspur undanfarin ár, gekkst undir læknisskoðun hjá Liverpool í morgun og þar með virðist formsatriði að hann gangi endanlega til liðs við félagið.
Talið er að Keane muni skrifa undir fimm ára samning í dag og fái 80 þúsund pund í vikulaun á Anfield. BBC segir að Rafael Benítez hafi gengið frá öllum lausum endum í þeim efnum við Keane um helgina.
Keane er 28 ára gamall og hefur leikið með Tottenham í sex ár en spilaði þar áður með Wolves, Coventry, Inter Mílanó og Leeds. Hann hefur verið stuðningsmaður Liverpool frá barnæsku.