Keane lék sinn fyrsta leik með Liverpool

Keane ásamt Rafael Benitez knattspyrnustjóra Liverpool.
Keane ásamt Rafael Benitez knattspyrnustjóra Liverpool. Reuters

Robbie Keane lék sinn fyrsta leik með Liverpool í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við spænska liðið Villareal á El Madrigal vellinum Spáni. Keane, sem í fyrradag gekk til liðs við Liverpool frá Tottenham, var í byrjunarliðinu en tókst ekki að finna netmöskvana frekar en félögum hans.

David Ngog lék eins og Keane sinn fyrsta leik með Liverpool og þá spiluðu spænsku Evrópumeistararnir Fernando Torres, Xabi Alonso og Alvaro Arbeloa sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu en þeir fengu lengra frí vegna EM.

Liverpool: Cavalieri, Dossena, Hyypia (Daniel Agger 46.), Skrtel (Carracher 46.), Darby (Finnan 46.), Benayoun (Kuyt 46.), Gerrard, Plessis, Keane (Pennant 46.), Voronin (Nemeth 46.) (Torres 70.), Ngog (Pacheco 46.).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert