Arsenal hagnast á kaupum Tottenham á Bentley

Bentley í enska landsliðsbúningnum.
Bentley í enska landsliðsbúningnum. Reuters

Arsenal kemur til með að hagnast vel á sölu David Bentleys frá Blackburn til Tottenham en enski landsliðsmaðurinn skrifar í dag undir samning við Tottenham. Kaupverðið er 15 milljónir punda, 2,4 milljarðar króna, og fær Arsenal helminginn að þeirri upphæð.

Þegar Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal seldi Bentley til Blackburn fyrir tveimur árum voru sett ákvæði í samninginn sem tryggði Arsenal helminginn af kaupverði yrði hann seldur frá félaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert