Í fyrramálið kemur í ljós hvaða liðum Arsenal og Liverpool mæta í 3. umferð forkeppninnar í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en þá verður dregið til hennar í Nyon í Sviss.
Í 3. umferðinni er leikið um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og því er mikið í húfi. Það liggur reyndar ekki fyrir hver nærri öll liðin í 3. umferðinni verða því enn er aðeins búið að leika fyrri leikina í 2. umferðinni.
Ensku liðin gætu fengið mjög sterka mótherja ef þau eru óheppinn, eins og t.d. Atlético Madrid, Galatasaray eða Dynamo Kiev. Eins gæti Twente frá Hollandi, undir stjórn Steve McClarens, fyrrum landsliðsþjálfara Englands, lent gegn Liverpool eða Arsenal, eða þá norska Íslendingaliðið Brann.
Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í fyrramálið eru sem hér segir, innan sviga eru úrslit í fyrri leik viðkomandi liða:
Efri styrkleikaflokkur:
Liverpool
Barcelona
Arsenal
Schalke
Juventus
Rangers eða FBK Kaunas (0:0)
Marseille
Steaua Búkarest
Panathinaikos eða Dynamo Tbilisi (3:0)
IFK Gautaborg eða Basel (1:1)
Olympiakos Pireus
Fenerbache eða MTK Hungaria (2:0)
Shakhtar Donetsk
Anderlecht eða BATE Borisov (1:2)
Fiorentina
Spartak Moskva
Neðri styrkleikaflokkur:
Atlético Madrid
Sheriff Tiraspol eða Sparta Prag (0:1)
Drogheda eða Dynamo Kiev (1:2)
Levski Sofia
Slavia Prag
Galatasaray
Inter Baku eða Partizan Belgrad (1:1)
Vitória Guimaraes
Domzale eða Dynamo Zagreb (0:3)
Beitar Jerúsalem eða Wisla Kraków (2:1)
Standard Liege
Twente
Tampere United eða Artmedia Bratislava (1:3)
AaB eða Modrica (5:0)
Brann eða Ventspils (1:0)
Anorthosis Famagusta eða Rapid Vín (3:0)