Berbatov færist nær Manchester United

Dimitar Berbatov gæti horfið á braut frá Tottenham eins og …
Dimitar Berbatov gæti horfið á braut frá Tottenham eins og Robbie Keane sem fagnar hér með Berbatov. Reuters

Englandsmeistarar Manchester United munu fá búlgarska sóknarmanninn Dimitar Berbatov frá Tottenham þar sem Tottenham virðist vera búið að tryggja sér rússneska landsliðsmiðherjann Andrei Arshavin og á í viðræðum við annan rússneskan framherja, Roman Pavlyuchenko.

Að því er fram kemur í breska blaðinu Manchester Evening News í dag er Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham sagður hafa tjáð forráðamönnum Manchester United að þeir getið fengið Berbatov reiði þeir fram 28 milljónir punda, tæpa 4,5 milljarða króna.

Berbatov hefur verið efstur á óskalista Sir Alex Ferguson en skoski knattspyrnustjórinn hefur verið mikill aðdáandi Búlgarans sem hefur átt góðu gengi að fagna með Lundúnaliðinu.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert