Adebayor ætlar að halda kyrru fyrir

Emmanuel Adebayor ætlar að halda kyrru fyrir hjá Arsenal.
Emmanuel Adebayor ætlar að halda kyrru fyrir hjá Arsenal. Reuters

Sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor frá Tógó sem verið hefur í herbúðum Arsenal hefur bundið enda á vangaveltur um framtíð sína hjá félaginu. Adebayor hefur þrálátlega verið orðaður við lið á borð við AC Milan og Barcelona en hefur nú gefið út að hann vilji vera áfram hjá Arsenal og vilji nýjan samning hjá félaginu.

„Núna get ég greint frá því að ég er viljugur að skrifa undir nýjan samning. Ég hef aldrei sagt nokkrum manni að ég vilji yfirgefa Arsenal. Ég er mjög ánægður hjá félaginu og glaður að niðurstaða er að komast í mín mál hjá liðinu,“ sagði hinn 24 ára gamli Adebayor sem skoraði 30 mörk í 48 leikjum fyrir Lundúnaliðið síðasta keppnistímabil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert