Arsenal mætir liði McClarens og Bjarna

Steve McClaren mætir Arsenal í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Steve McClaren mætir Arsenal í forkeppni Meistaradeildarinnar. Reuters

Hollenska knattspyrnuliðið Twente dróst í dag gegn Arsenal í 3. umferð forkeppninnar fyrir Meistaradeild Evrópu en liðin leika heima og heiman um sæti í riðlakeppninni. Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, stjórnar liði Twente og þar er innanborðs Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska 21-árs landsliðsins.

Bjarni verður þó fjarri góðu gamni þegar Twente og Arsenal mætast síðar í þessum mánuði því hann er í endurhæfingu eftir að hafa slitið krossband í hné fyrr á þessu ári.

McClaren, sem áður var aðstoðarmaður Alex Fergusons hjá Manchester United og síðan knattspyrnustjóri Middlesbrough um árabil, tók við liði Twente í sumar en honum var sagt upp sem landsliðsþjálfara Englands í nóvember 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert