Aston Villa fær bandarískan markvörð

Brad Guzan er á leið til Aston Villa.
Brad Guzan er á leið til Aston Villa. Reuters

Aston Villa, mótherji FH í UEFA-bikarnum í knattspyrnu, er að fá til liðs við sig bandaríska markvörðinn Brad Guzan en í dag var tilkynnt að hann fengi atvinnuleyfi í Englandi.

Guzan er 23 ára og kemur frá Chivas í Bandaríkjunum. Hann verður væntanlega varamarkvörður fyrir landa sinn, Brad Friedel, sem er kominn til Villa frá Blackburn. Guzan hefur leikið 8 landsleiki fyrir Bandaríkin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert