Zuberbühler í markið hjá Fulham

Pascal Zuberbühler slær boltann frá marki í leik í Sviss.
Pascal Zuberbühler slær boltann frá marki í leik í Sviss. Reuters

Enska knattspyrnufélagið Fulham hefur samið við svissneska markvörðinn Pascal Zuberbühler til eins árs en hann kemur til Lundúnaliðsins frá Neuchatel Xamax í heimalandi sínu.

Zuberbühler er 37 ára gamall og á að baki 51 landsleik fyrir Sviss. Hann fékk ekki á sig mark í fjórum leikjum í úrslitakeppni HM 2006, sem er met, en Svisslendingar voru þá slegnir út í vítaspyrnukeppni eftir að hafa haldið hreinu allt mótið.

Zuberbühler hefur áður leikið í Englandi í eitt ár en hann lék með WBA tímabilið 2006-2007. Annars hefur hann leikið lengst með Grasshoppers og Basel í heimalandi sínu, sjö ár með hvoru félagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert