Englandsmeistarar Manchester United voru að tryggja sér Samfélagsskjöldinn annað árið í röð þegar liðið sigraði bikarmeistara Portsmouth á Wembley í dag. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni en staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 0:0.
Manchester United nýtti þrjár fyrstu spyrnur sínar þar sem Carlos Tevez, Ryan Giggs og Michael Carrick skoruðu en Portsmouth skoraði aðeins 1 mark úr fjórum spyrnum og var Defoe þar af verki.
Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth og lék fyrstu 80 mínútur leiksins. Eyjamaðurinn sterki var stálheppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu en hann greip greinilega um fætur Tevez í teignum sem féll við.