Arsenal verður án nokkurra sterkra leikmanna þegar liðið mætir hollenska liðinu Twente í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í Hollandi annað kvöld.
Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas einn af lykilmönnum Arsenal er meiddur og getur ekki spilað og þá er þeir Kolo Toure, Abou Diaby, Philippe Senderos, Tomas Rosicky, Eduardo Da Silva og Samri Nasri allir á sjúkralistanum.
Þjálfari Twente er enginn annar en Steve McLaren fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga.