Berbatov sagður á leið til Manchester United

Dimitar Berbatov í baráttu við Hermann Hreiðarsson á síðustu leiktíð.
Dimitar Berbatov í baráttu við Hermann Hreiðarsson á síðustu leiktíð. Reuters

Vefútgáfa breska blaðsins Telegraph greinir frá því í kvöld að Manchester United muni ganga frá samningi við búlgarska sóknarmanninn Dimitar Berbatov á næsta sólarhring.

United kemur til með að greiða Tottenham 28 milljónir punda fyrir framherjann snjalla, 4,4 millarða króna, en Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri United hefur sagt að hann þurfi einn framherja til viðbótar í hóp sinn.

Berbatov er 27 ára gamall sem hefur skorað 46 mörk fyrir Tottenham þau tvö ár sem hann hefur leikið með liðinu en Tottenham fékk hann frá þýska liðinu Bayer Leverkusen og greiddi fyrir hann 11 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert