Liverpool slapp með skrekkinn

Robbie Keane í baráttu við Tomislav Mikulic í Liege í …
Robbie Keane í baráttu við Tomislav Mikulic í Liege í kvöld. Reuters

Standard Liege og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu en liðin áttust í Belgíu í kvöld. Liverpool-liðið var langt frá því að vera sannfærandi og getur í raun þakkað Jose Reina markverði liðsins fyrir jafnteflið því hann varði vítaspyrnu í fyrri hálfleik og tókst rétt á eftir að blaka boltanum frá marklínununni eftir skalla leikmanns Standard í stöngina.

Fernando Torres og Robbie Keane léku saman í fremstu víglínu en hvorugur náði sér á strik og þá sérstaklega Keane sem fór af velli á 67. mínútu. Steven Gerrard, sem hefur átt við meiðsli að stríða, leysti Keane af hólmi en Liverpool ætti að komast áfram í riðlakeppnina enda heimavöllur liðsins mikið vígi í Evrópukeppninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka