Enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa vann öruggan sigur á FH, 4:1, á Laugardalsvelli í kvöld í 2. umferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu. Staðan var 3:1 í hálfleik. Leikmenn Aston Villa gerðu út um leikinn strax í byrjun með tveimur mörkum á fyrstu sjö mínútunum.
Matthías Guðmundsson skoraði eina mark FH með skalla á 44. mínútu og fór vel á því þar sem hann var besti leikmaður liðsins að þessu sinni. Leikmenn Aston Villa fóru sér í engu óðslega eftir að hafa náð tveggja marka forskoti snemma leiks og léku að stórum hluta á hálfum hraða eftir það. FH-ingar héldu sínu skipulagi frá upphafi til enda og gerðu sitt besta í að leika eins og þeir eru vanir og áttu nokkrar lipurlegar sóknir.
Síðari leikur liðanna verður í Birmingham eftir hálfan mánuð.
Byrjunarlið FH: Gunnar Sigurðsson, Atli Guðnason, Björn Daníel Sverrisson, Davíð Þór Viðarsson, Dennis Siim, Hjörtur Logi Valgarðsson, Höskuldur Eiríksson, Matthías Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson, Tommy Nielsen, Tryggvi Guðmundsson.
Varamenn: Daði Lárusson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Birkir Halldór Sverrisson, Freyr Bjarnason, Guðmundur Sævarsson, Jóans Grani Garðarsson, Hákon Atli Hallfreðsson.
Byrjunarlið Aston Villa: Brad Friedel, Craig Gardner, Nickey Shorey, Martin Laursen, Curtis Davies, Nigel Reo-Coker, Stiliyan Petrov, Gareth Barry, Ashley Young, Gabriel Agbonlahor, Marlon Herewood.
Varamenn: Taylor, Osbourne, Delfouneso, Knight, Salifou, Roudlegde, Baker.