Óvænt úrslit urðu í UEFA-bikarnum í knattspyrnu í kvöld þegar enska úrvalsdeildarliðið Manchester City tapaði, 0:1, á heimavelli fyrir danska liðinu Midtjylland - sem einmitt tapaði fyrir Keflavík í sömu keppni í fyrrasumar.
Sigurmark Miðjótanna kom strax á 15. mínútu þegar Danny Olsen nýtti sér slæm varnarmistök hjá Richard Dunne og sendi boltann í markið hjá City.
Þeir Daniel Sturridge og Martin Petrov áttu skot í stöng og þverslá danska marksins en City tókst ekki að jafna metin og Midtjylland á nú góða möguleika á að slá Englendingana út. Liðin mætast aftur í Danmörku eftir tvær vikur.
Öll úrslit kvöldsins í UEFA-bikarnum, smellið hér.