Mikið um forföll hjá Arsenal

Leikmenn Arsenal fagna marki gegn Twente í vikunni.
Leikmenn Arsenal fagna marki gegn Twente í vikunni. Reuters

Nokkuð er um forföll í liði Arsenal sem fær WBA í heimsókn í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates Stadium á morgun. Cesc Fabregas, Abou Diaby, Tomas Rosicky, Philippe Senderos og Eduardo Da Silva eru allir á sjúkralistanum og Alex Song er með kamerúnska landsliðinu á Ólympíuleikunum.

Kolo Toure og Samir Nasri eru báðir í leikmannahópi Arsenal en hvorugur þeirra spilaði gegn Twente í Meistaradeildinni í fyrrakvöld. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði á vikulegum blaðamannafundi í dag að Toure væri ekki alveg búinn að ná sér en þar sem mikið væri um meiðsli í leikmannahópnum hefði hann ákveðið að kalla á Toure.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert