Kevin Keegan knattspyrnustjóri Newcastle segir að James Milner fari ekki frá liðinu en hann hefur síðustu daga verið orðaður sterklega við FH banana í Aston Villa sem hann lék með tímabilið 2005-06.
Keegan segir að Milner muni gegna lykilhlutverki hjá Newcastle á komandi leiktíð en þessi 22 ára gamli vængmaður átti gott tímabil með liðinu í fyrra.
Læriveinar Keegans eiga erfitt verkefni fyrir höndum á sunnudaginn en þá mæta þeir Englands- og Evrópumeisturum Manchester United í 1. umferð úrvalsdeildarinnar og það á Old Trafford. United burstaði Newcastle á Old Trafford á síðustu leiktíð, 6:0, þar sem Cristiano Ronaldo skoraði fyrstu þrennu sína fyrir United og í seinni leiknum á St.James Park urðu úrslitin, 5:1, United í vil.