Benítez: Lið mitt var vel einbeitt

Fernando Torres fagnar marki sínu sem hann skoraði gegn Sunderland …
Fernando Torres fagnar marki sínu sem hann skoraði gegn Sunderland í dag. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool hrósaði sínum mönnum fyrir góða einbeitingu og baráttu þegar það sótti þrjú stig í leiknum gegn Sunderland á Leikvangi ljóssins þar sem Fernando Torres skoraði sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok.

„Eins og þið sáuð var liðið mjög vel einbeitt á verkefnið. Við viljum einbeita okkur að því að vinna og bestu fréttir fyrir stuðningsmenn okkar er þegar við vinnum leikina. Í fyrri hálfleik sótti Sunderland nokkuð á okkur en í þeim seinni þá náðum við okkur vel á strik og við héldum góðum tökum á leiknum út leiktímann. Torres er einn af okkar lykilmönnum. Hann getur breytt leikjum og það er mikilvægt að hafa leikmenn eins og hann í okkar liði,“ sagði Benítez eftir leikinn.

Roy Keane, stjóri Sunderland, sagði að úrslitin hefðu ekki verið sanngjörn.

,,Ég var mjög ánægður með framlag minna manna. Þeir stóðu sig vel og verðskulduðu að fá stig. Við sáum hvað Torres er fær um að gera og með sínu glæsilega einstaklingsframtaki náði hann að tryggja Liverpool sigurinn,“ sagði Keane.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka